Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami 11. mars 2011 11:07 Frá skjálftasvæðinu, um 200 metra norður af Tókíó AFP PHOTO / HO / NHK Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. „Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik.Hinrik Örn Hinriksson hefur verið í sjö mánuði sem skiptinemi í JapanHann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. „Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik.Hinrik Örn Hinriksson hefur verið í sjö mánuði sem skiptinemi í JapanHann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira