Tala látinna komin í 32
Flóðbylgjuviðvörun er í gildi fyrir mestan part Kyrrahafsins og segir Rauði krossinn að flóðbylgjan gæti kaffært nokkrar eyjar í Kyrrahafi. Skemmdir af völdum sjálfs skjálftans eru einnig nokkrar, meðal annars varð skemmtigarður Disney illa úti auk þess sem eldur kom upp í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara.
Flóðbylgjan færði flugvöllinn í Sendai á kaf eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir

Alþjóðabjörgunarsveitin á vöktunarstigi
Vegna jarðskjálftans í Japan var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sett á svokallað vöktunarstig klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vöktunarstig feli í sér að stjórnendur fylgist vel með með ástandinu og því hvort japönsk stjórnvöld biðji um aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, sem þau hafa ekki gert.

Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin
Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí.

Að minnsta kosti átta látnir í Sendai
Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara.