Liverpool var búið að fara taplaust í gegnum fyrstu tólf leiki sína í Evrópudeildinni á tímabilinu (7 sigrar og 5 jafntefli) en Braga hefur nú unnið bæði Arsenal og Liverpool á heimavelli sínum á þessu tímabilinu. Arsenal tapaði 0-2 á þessum sama velli í Meistaradeildinni fyrir áramót.
Portúgalska skoraði sigurmark sitt eftir 18 mínútna leik en Pepe Reina, markvörður Liverpool, var þá búinn að halda marki sínu hreinu í 316 mínútur í Evrópudeildinni. Grikkinn Sotirios Kyrgiakos felldi Brasilíumanninn Mossoró innan teigs og annar Brasilíumaður, Alan Silva, skoraði af öryggi úr vítinu.
Silvio var mjög nálægt því að koma Braga í 2-0 á 38. mínútu þegar hann átti þrumuskot í slána eftir að hafa tekið boltann viðstöðulaust fyrir utan teig. Portúgalarnir voru sterkari fyrir hálfleik en tókst ekki að bæta við fleiri mörkum.
Andy Carroll kom inn á sem varamaður á 57. mínútu og lét strax til sína taka. Leikur Liverpool var mun betri í seinni hálfleiknum og þá sérstaklega eftir að Carroll kom inn fyrir Danann Christian Poulsen. Liverpool tókst hinsvegar ekki að jafna leikinn og Portúgalarnir fögnuðu góðum sigri.
Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:

0-1 Freddy Guarin (70.)
PSV Eindhoven-Glasgow Rangers 0-0
Bayer Leverkusen-Villarreal 2-3
1-0 Michal Kadlec (33.), 1-1 Giuseppe Rossi (42.). 1-2 Nilmar (70.), 2-2 Gonzalo Castro (72.), 2-3 Nilmar (90.+4)
Sporting Braga-Liverpool 1-0
1-0 Alan, víti (18.)