Páll Óskar endurgreiðir unglingunum: Enginn glæpamaður Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 11:15 Páll Óskar áritaði veggspjöld fyrir þá sem komu og fengu endurgreitt Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ákvað á síðustu stundu að aflýsa stóru unglingaballi sem hann ætlaði að halda á skemmtistaðnum NASA í gær. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hann fékk bréf frá verkefnisstjóra Heimilis og skóla sem sagði ÍTR, Velferðarráð Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefnd hafi ályktað gegn böllum sem þessum. „Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.Hitti aðdáendurna Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.Unglingunum fannst gaman að hitta átrúnaðargoðiðÍ bréfi sem Guðrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, sendi Páli Óskari í fyrradag er honum bent á að þeir sem hafa með velferð barna og unglinga að gera setja sig gegn böllum sem haldin eru af einkaaðilum án þess að ferðir unglinga til og frá balli séu tryggðar. Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim. Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.Skipulagt í góðri trú Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.Páll Óskar með bréfiðBallið átti að halda í gærkvöldi en þess í stað sat hann í þrjár klukkustundir á NASA þar sem hann hitti unglingana sem ætluðu á ballið, spjallaði og sat fyrir á myndum með þeim. Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann. Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."Ber virðingu fyrir unglingum „Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann. Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður ákvað á síðustu stundu að aflýsa stóru unglingaballi sem hann ætlaði að halda á skemmtistaðnum NASA í gær. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hann fékk bréf frá verkefnisstjóra Heimilis og skóla sem sagði ÍTR, Velferðarráð Reykjavíkurborgar og barnaverndarnefnd hafi ályktað gegn böllum sem þessum. „Ástæðan fyrir því að ég slaufaði ballinu er að ég vil ekki hafa á tilfinningunni að ég sé einhver glæpamaður," segir Páll Óskar.Hitti aðdáendurna Þess í stað auglýsti hann rækilega að ballinu hefði verið aflýst og bauð öllum þeim sem áttu miða að mæta á NASA til að fá endurgreiðslu, veggspjöld og áritanir. Unglingarnir biðu í röðum eftir að fá að hitta átrúnaðargoðið sitt í gær og þó margir væru svekktir yfir því að fá ekki að fara á ball virtust þeir virkilega ánægðir með að fá að hitta hann í eigin persónu og fá eiginhandaráritun.Unglingunum fannst gaman að hitta átrúnaðargoðiðÍ bréfi sem Guðrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, sendi Páli Óskari í fyrradag er honum bent á að þeir sem hafa með velferð barna og unglinga að gera setja sig gegn böllum sem haldin eru af einkaaðilum án þess að ferðir unglinga til og frá balli séu tryggðar. Sem dæmi má nefna að á árlegu balli SAMFÉS fara gestir á staðinn í rútu og sömu leið aftur heim. Auk þess var í bréfinu gagnrýnt að ball Páls Óskars væri haldið á vínveitingastað, jafnvel þó engar vínveitingar væru þar í boði.Skipulagt í góðri trú Páll Óskar segist oft hafa komið fram á unglingaböllum á vegum skólayfirvalda. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem hann ákvað sjálfur að halda slíkt ball. „Ég byrjaði að skipuleggja þetta upp úr áramótum í góðri trú. Við sóttum um leyfi til lögregluyfirvalda til að halda ball fyrir fjórtán ára og eldri, og það fékkst án nokkurra vandkvæða. Ég upplifði það því sem tvöföld skilaboð þegar ég fékk þetta bréf," segir Páll Óskar.Páll Óskar með bréfiðBallið átti að halda í gærkvöldi en þess í stað sat hann í þrjár klukkustundir á NASA þar sem hann hitti unglingana sem ætluðu á ballið, spjallaði og sat fyrir á myndum með þeim. Páll Óskar var í fyrstu mjög ósáttur en eftir langt og gott samtal við Guðrúnu í morgun er hann orðinn vonbetri. „Það kom upp sú hugmynd að halda svona ball með haustinu. Þá myndu allir aðilar bara koma saman að borðinu og skipuleggja þetta," segir hann. Hann leggur áherslu á að á ballinu á NASA hefðu átt að vera bæði fjöldi dyravarða auk lögreglumanna. Þá tekur hann fram að unglingar á böllunum hans hafi alltaf hagað sér „eins og englar."Ber virðingu fyrir unglingum „Þegar ég var fjórtán ára hefði ég viljað bara á ball með mér. Þegar ég var unglingur fór ég á böll sem ég gleymdi aldrei. Það er það sem mig langaði að gefa þessum krökkum - ógleymanlega skemmtun," segir hann. Páll Óskar segir að eftir að hann ákvað að aflýsa tónleikunum hafi aldrei annað komið til greina en að endurgreiða miðana sjálfur. „Við verðum að bera virðingu fyrir unglingum," segir hann.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira