Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 25. mars 2011 20:57 Margrét Kara sneri aftur á völlinn í kvöld og skoraði nítján stig fyrir KR. Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Stemmningin var góð í Toyota-höllinni í Keflavík þegar heimastúlkur tóku á móti KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna, en fyrir leikinn í kvöld var staðan 1-1 í einvíginu. Keflavík varð fyrir töluverðu áfalli í gær þegar þeirra besti leikmaður, Jacquline Adamshick, ristabrotnaði og mun ekki leika meira með á tímabilinu. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og nýr leikmaður kom til landsins í dag, en það mun vera Lisa Karic sem var ný búinn að ljúka tímabilinu hjá sér í Finnlandi og kom strax inn í liðið hjá Keflavík. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa slegið til leikmanns Hauka í deildarkeppninni fyrir stuttu, en hún átti án efa eftir að styrkja KR liðið mikið. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 8-0. Keflavík skoraði ekki stig fyrstu fjórar mínútur leiksins en staðan var 8-3 fyrir KR þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta fjórðungnum. Það tók aftur á móti Keflavík aðeins tvær mínútur að komast yfir 11-10. Staðan var 15-12 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og heimastúlkur komnar með ákveðin tök á leiknum. Í byrjun annars leikhluta tóku heimastúlkur öll völd á vellinum og komust fljótlega í 23-12 en KR-ingum virtist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Bryndís Guðmundsdóttir var að leika sérstaklega vel fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks og gaf tóninn. KR-stúlkur skoruðu ekki stig í heilar átta mínútur en varnarleikur Keflvíkinga var að reynast þeim erfiður. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta var munurinn á liðinum orðin 19 stig, 34-15, og heimastúlkur gjörsamlega að slátra KR-ingum. KR-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en þá var staðan orðin 38-25 fyrir Keflvíkinga. Heimastúlkur byrjuðu þriðja leikhluta vel og settu strax þriggja stiga körfu í andlitið á KR. Hægt og bítandi fóru gestirnir að spila almennilegan körfubolta og söxuðu á forskot Keflvíkinga. Margrét Kara kom sterk inn og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Um miðjan fjórðunginn var munurinn komin í níu stig og leikurinn heldur betur að opnast. KR-stúlkur héldu áfram sínu striki og náðu að minnka muninn í fimm stig, 53-48, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar hófu fjórða leikhlutann vel og allt í einu var munurinn aðeins tvö stig. Melissa Ann Jelterma, leikmaður KR, fékk sína fimmtu villu eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leikhlutanum og því varð hún að setjast á bekkinn og gat ekki tekið meira þátt í leiknum. Jelterma hafði leikið vel í leiknum en þegar hún varð að yfirgefa völlinn var hún með 12 stig og 14 fráköst. Í næstu sókn fékk Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, einnig sína fimmtu villu og því var útlitið orðið heldur dökkt fyrir KR-inga. Eftir villuvandræðin sáu KR-ingar aldrei til sólar og heimastúlkur juku aðeins við forskot sitt.Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 76-64, og því leiða þær einvígið 2-1 og geta með sigri í næsta leik komist í úrslit. KR-ingar mæta án efa brjálaðar til leiks í næsta leik en hann fer fram í DHL-höllinni á þeirra eigin heimavelli. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig, en hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig. Keflavík - KR 76-64 (38-25)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Stemmningin var góð í Toyota-höllinni í Keflavík þegar heimastúlkur tóku á móti KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna, en fyrir leikinn í kvöld var staðan 1-1 í einvíginu. Keflavík varð fyrir töluverðu áfalli í gær þegar þeirra besti leikmaður, Jacquline Adamshick, ristabrotnaði og mun ekki leika meira með á tímabilinu. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og nýr leikmaður kom til landsins í dag, en það mun vera Lisa Karic sem var ný búinn að ljúka tímabilinu hjá sér í Finnlandi og kom strax inn í liðið hjá Keflavík. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa slegið til leikmanns Hauka í deildarkeppninni fyrir stuttu, en hún átti án efa eftir að styrkja KR liðið mikið. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 8-0. Keflavík skoraði ekki stig fyrstu fjórar mínútur leiksins en staðan var 8-3 fyrir KR þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta fjórðungnum. Það tók aftur á móti Keflavík aðeins tvær mínútur að komast yfir 11-10. Staðan var 15-12 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og heimastúlkur komnar með ákveðin tök á leiknum. Í byrjun annars leikhluta tóku heimastúlkur öll völd á vellinum og komust fljótlega í 23-12 en KR-ingum virtist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Bryndís Guðmundsdóttir var að leika sérstaklega vel fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks og gaf tóninn. KR-stúlkur skoruðu ekki stig í heilar átta mínútur en varnarleikur Keflvíkinga var að reynast þeim erfiður. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta var munurinn á liðinum orðin 19 stig, 34-15, og heimastúlkur gjörsamlega að slátra KR-ingum. KR-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en þá var staðan orðin 38-25 fyrir Keflvíkinga. Heimastúlkur byrjuðu þriðja leikhluta vel og settu strax þriggja stiga körfu í andlitið á KR. Hægt og bítandi fóru gestirnir að spila almennilegan körfubolta og söxuðu á forskot Keflvíkinga. Margrét Kara kom sterk inn og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Um miðjan fjórðunginn var munurinn komin í níu stig og leikurinn heldur betur að opnast. KR-stúlkur héldu áfram sínu striki og náðu að minnka muninn í fimm stig, 53-48, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar hófu fjórða leikhlutann vel og allt í einu var munurinn aðeins tvö stig. Melissa Ann Jelterma, leikmaður KR, fékk sína fimmtu villu eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leikhlutanum og því varð hún að setjast á bekkinn og gat ekki tekið meira þátt í leiknum. Jelterma hafði leikið vel í leiknum en þegar hún varð að yfirgefa völlinn var hún með 12 stig og 14 fráköst. Í næstu sókn fékk Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, einnig sína fimmtu villu og því var útlitið orðið heldur dökkt fyrir KR-inga. Eftir villuvandræðin sáu KR-ingar aldrei til sólar og heimastúlkur juku aðeins við forskot sitt.Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 76-64, og því leiða þær einvígið 2-1 og geta með sigri í næsta leik komist í úrslit. KR-ingar mæta án efa brjálaðar til leiks í næsta leik en hann fer fram í DHL-höllinni á þeirra eigin heimavelli. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig, en hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig. Keflavík - KR 76-64 (38-25)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira