Framarinn Ívar Björnsson og Halldór Kristinn Halldórsson, leikmaður Vals, voru í dag úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísun þeirra í leik liðanna í Lengjubikarnum í síðustu viku.
Dómari leiksins, Sigurhjörtur Snorrason, lyfti reyndar rauða spjaldinu sjö sinnum á loft í leiknum en sérstaklega var tekið á málum þeirra Ívars og Halldórs Kristins þar sem þeir slógust í leiknum. Hinir fengu sjálfkrafa eins leiks bann.
Ívar mun missa af leikjum Fram gegn Víkingi R. á fimmtudaginn og gegn ÍBV laugardaginn 9. apríl. Halldór Kristinn spilaði ekki með Val í 3-1 sigrinum á Fjölni í gær og missir einnig af leik liðsins gegn HK á sunnudaginn.
Íslenski boltinn