Knattspyrnudómarinn Sigurhjörtur Snorrason komst í fréttirnar fyrir viku þegar hann gaf sjö rauð spjöld í leik Fram og Vals í Lengjubikarnum en það var allt annað upp á tengingnum í Egilshöllinni í gærkvöldi.
Sigurhjörtur dæmdi leik Leiknis og HK í sama riðli Lengjubikarsins í gær en þá sá hann enga ástæðu til þess að lyfta spjaldi, hvorki gulu né rauðu. Sigurhjörtur fór því úr því milli leikja að lyfta níu spjöldum í það að vera spjaldalaus.
Samkvæmt frétt hjá Fótbolti.net þá þótti Sigurhjörtur dæma leikinn mjög vel en Leiknir vann leikinn 2-1. Sigurhjötur dæmir fyrir Víking Reykjavík.
Íslenski boltinn