Það er mikið undir hjá mörgum að deilan í NFL-deildinni leysist og leikið verði í deildinni næsta vetur. Þar á meðal er mikið undir hjá framleiðendum kjúklingavængja.
Ef ekkert verður af NFL-tímabilinu er því spáð að fjölmargir framleiðendur þessa vinsæla skyndibita fari lóðrétt á hausinn.
"Ef það verður enginn bolti þá mun það drepa kjúklingavængina. Þetta yrði skelfilegt," sagði Joe Sanderson hjá Sanderson-búinu en hann vill ekki hugsa þá hugsun til enda að það verði enginn bolti næsta vetur.
Það er fátt vinsælla í Bandaríkjunum en að fara á pöbbinn og éta kjúklingavængi með góðum NFL-leik. Það sem meira er þá hækkar verðið á vængjum eftir því sem nær dregur tímabili enda eftirspurnin mest þegar NFL-tímabilið er í gangi.
Það er ekkert fyrirtæki í Bandaríkjunum sem útbýr eins marga kjúklingavængi og Sanderson og eftirspurnin var svo mikil á síðasta ári að fyrirtækið gat ekki staðið við allar pantanir.
Það er því mikið undir hjá Joe Sanderson og félögum.
Enginn NFL-bolti mun drepa sölu á kjúklingavængjum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti



Fleiri fréttir
