Þegar dýrin sjá við mönnunum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. mars 2011 06:00 Það er svo makalaust skemmtilegt þegar lífið kemur manni á óvart með einhverri nýlunda. Slíkt tilverukrydd getur svo bragðmikið að jafnvel háskalegar hetjudáðir virðast bragðdaufar langlokur í samanburði. Þannig var mér allavega innanbrjósts þegar ég fór á nautaat mikið um síðustu helgi í bænum Priego de Córdoba. Mættu þar færustu nautabanar eins og El Fandi og Paquirri yngri. Jafnvel þó þessir kappar legðu líf sitt að veði við atið atarna er mér minnisstæðast eitt atvik sem hefur ekkert með dirfsku kappanna að gera. Venjulega koma bolarnir á harðahlaupum inn í hringinn. Um leið og þeir sjá nautabanan veifa skikkju sinni hlaupa þeir bandóðir í átt að honum. Oft eru bolarnir svo bráðir að þeir stanga í tréveggina á nautaatshringnum svo dynur í. Þriðja nautið sem steig inn í hringinn í Priego de Córdoba um síðustu helgi brá heldur betur út af vananum. Það tölti þetta í rólegheitum inn í hringinn en nam svo staðar og horfði upp í stúku líkt og það væri að velta því fyrir sér hvort einhverjir Framsóknarmenn væru á meðal áhorfenda . Nautabaninn hóf þá köll og veifði skikkju sinni líkt og óður væri en boli var bara upptekinn við annað. Þá voru góð ráð dýr, þetta naut var ekki tækt til leiks. En þá er það að ná því út. Það duga engir kattasmalar í slíkt. Afréðu menn að senda þá kúahjörð til að hlaupa einn hring en fara því næst út um hliðið og til stekkjar utan við leikvanginn. Algjör kúvending varð þá hjá áhugalausu nautinu sem hljóp spennt á eftir jussunum. Þess má geta að þessi naut lifa mun betra lífi en þær skepnur sem lifa á bás sem óunnin kæfa eða kótilettur. Þau hlaupa frjáls um haga, nærast á landsins gæðum og fá jafnvel á broddinn. Það er því ekki ónýtt hlutskipti að vera alinn til nautaats en gefa sig svo ekki þegar til á að taka. Svona nýlunda er ekki jafn skemmtileg í pólitíkinni. Til dæmis er það bölvað vesen fyrir marga leiðtoga í arabaheiminum að fólk skuli allt í einu standa upp og krefjast mannréttinda og betri stjórnarhátta. Eða þá fyrir þá sem þurfa að smala sauðum en svo stökkva allt í einu tveir út í buskan eins og kettir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Það er svo makalaust skemmtilegt þegar lífið kemur manni á óvart með einhverri nýlunda. Slíkt tilverukrydd getur svo bragðmikið að jafnvel háskalegar hetjudáðir virðast bragðdaufar langlokur í samanburði. Þannig var mér allavega innanbrjósts þegar ég fór á nautaat mikið um síðustu helgi í bænum Priego de Córdoba. Mættu þar færustu nautabanar eins og El Fandi og Paquirri yngri. Jafnvel þó þessir kappar legðu líf sitt að veði við atið atarna er mér minnisstæðast eitt atvik sem hefur ekkert með dirfsku kappanna að gera. Venjulega koma bolarnir á harðahlaupum inn í hringinn. Um leið og þeir sjá nautabanan veifa skikkju sinni hlaupa þeir bandóðir í átt að honum. Oft eru bolarnir svo bráðir að þeir stanga í tréveggina á nautaatshringnum svo dynur í. Þriðja nautið sem steig inn í hringinn í Priego de Córdoba um síðustu helgi brá heldur betur út af vananum. Það tölti þetta í rólegheitum inn í hringinn en nam svo staðar og horfði upp í stúku líkt og það væri að velta því fyrir sér hvort einhverjir Framsóknarmenn væru á meðal áhorfenda . Nautabaninn hóf þá köll og veifði skikkju sinni líkt og óður væri en boli var bara upptekinn við annað. Þá voru góð ráð dýr, þetta naut var ekki tækt til leiks. En þá er það að ná því út. Það duga engir kattasmalar í slíkt. Afréðu menn að senda þá kúahjörð til að hlaupa einn hring en fara því næst út um hliðið og til stekkjar utan við leikvanginn. Algjör kúvending varð þá hjá áhugalausu nautinu sem hljóp spennt á eftir jussunum. Þess má geta að þessi naut lifa mun betra lífi en þær skepnur sem lifa á bás sem óunnin kæfa eða kótilettur. Þau hlaupa frjáls um haga, nærast á landsins gæðum og fá jafnvel á broddinn. Það er því ekki ónýtt hlutskipti að vera alinn til nautaats en gefa sig svo ekki þegar til á að taka. Svona nýlunda er ekki jafn skemmtileg í pólitíkinni. Til dæmis er það bölvað vesen fyrir marga leiðtoga í arabaheiminum að fólk skuli allt í einu standa upp og krefjast mannréttinda og betri stjórnarhátta. Eða þá fyrir þá sem þurfa að smala sauðum en svo stökkva allt í einu tveir út í buskan eins og kettir.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun