Valur er kominn í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Fram í handbolta kvenna. Valur vann nokkuð sannfærandi sigur, 24-20, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsstúlkur voru lengstum með frumkvæðið í leiknum þó afar litlu hefði munað á liðunum í hálfleik.
Í seinni hálfleik var Valsliðið mun sterkara. Bilið milli liðanna breikkaði og Valur leiddi með fjórum mörkum, 22-18, þegar fimm mínútur voru eftir.
Það bil náði Fram aldrei að brúa og Valsstúlkur fögnuðu góðum sigri.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi síðar í kvöld.
Valur vann fyrstu orrustuna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn