Ekki samið til langs tíma falli Icesave Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2011 18:30 Vilhjálmur Egilsson. Mynd/GVA Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson. Icesave Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson.
Icesave Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira