Gunnar Nelson fékk brons í júdó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 15:23 Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“ Innlendar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“
Innlendar Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira