Sverrir: Sama hvaðan leikmenn koma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 09:30 Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson gefur lítið fyrir hvers kyns tal um að Njarðvíkingar séu að reyna að kaupa Íslandsmeistaratitilinn í ár. Njarðvík er með þrjá sterka útlendinga í sínum röðum. Tveir leikmenn hafa verið allt tímabilið en sá þriðji, miðherjinn Julia Demirer frá Póllandi, kom í janúar. Óhætt er að segja að innkoma hennar hafi haft góð áhrif á liðið því það vann níu leiki í röð eftir það. Njarðvík hafði að sama skapi unnið fjóra af síðustu þrettán leikjum sínum áður en hún kom. Njarðvík lagði deildarmeistara Hamars, 3-2, í undanúrslitunum. „Titillinn var ekki hafður í huga þegar hún kom,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Við vorum í basli með meiðsli og annað framan af móti sem olli því að við vorum að tapa leikjum sem við hefðum átt að vinna.“ „Við vorum ekki með miðherja í liðinu og reyndum að styrkja okkur með Íslendingi í sumar. Það gekk ekki. [Demirer] var laus og vildi koma. Þar með var rétta jafnvægið komið í liðið og við með leikmenn í öllum stöðum. Þannig þarf það að vera til að geta gert eitthvað í móti sem þessu.“ „Ég er með frekar ungan hóp. Við reyndum að styrkja liðið með Íslendingum en það gekk þar sem flestir vildu fara í sterkustu liðin. Njarðvík var ekki komið á kortið fyrir tímabilið. Mér er slétt sama hvaðan leikmennirnir koma - við þurfum bara að manna liðið þannig að það sé samkeppnishæft.“ „Þegar allt byrjaði að smella saman fór þetta að ganga vel aftur,“ sagði Sverrir en Njarðvík vann fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Ég skil að þetta sé óvænt út á við en mér kom þetta ekkert rosalega á óvart. Ég gældi við þann möguleika að komast í úrslitakeppnina þó svo að við mættum mjög sterkum andstæðingi [í undanúrslitunum].“ Sverrir á von á skemmtilegri rimmu en fyrsti leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur klukkan 16.00 í dag. „Baráttan verður út um allan völl. Bæði lið eru með góða leikmenn í öllum stöðu. Ég á von á fjör og hörkubaráttu í þessum leikjum og er vonlaust að spá fyrir um útkomuna.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum