Íslenskt fyrirtæki gerir konunglegt brúðkaupsforrit 18. apríl 2011 13:41 Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. „Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar." Forritið byggir á gagnvirku viðmóti og kortum, áhugaverðum frásögnum, GPS staðsetningu, tónlist og ljósmyndum sem fléttast saman og skapa heildstæða mynd af þessari hátíðlegu viðhöfn sem talið er að um 28 milljónir manna fylgist með. „Leifur Björn Björnsson framkvæmdastjóri Locatify hafði umsjón með þróun brúðkaupsforritsins en verkið var unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Fansy Pants Global. Hugmyndin að forritinu kom frá félaga Locatify í Bretlandi, Nicholas Craig eiganda StrollOn, efnisvinna var í höndum leikkonunnar Flora Montgomery en grafísk hönnun var unnin af Matthew Proud," segir í tilkynningu. „Í forritinu er einstakt, gagnvirkt viðmót þar sem leikmaður er áfram um slóðir brúðhjónanna. Frumlegt kortahjól sýnir framvindu dagskrár konunglega parsins, stund fyrir stund, á meðan á viðhöfninni stendur. Á sama tíma sést staðsetning notanda á kortinu, sé hann staddur í London, samtímis getur hann séð för brúðhjónanna á kortinu. Bent á hvar bestu útsýnisstaðirnir eru ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingar sem auðvelda skipulagningu þáttakenda í hátíðardagskránni," segir einnig en með „frásögnum, texta og ljósmyndum, sem kynda undir ímyndunaraflið, er allt það sem leikmenn hafa áhuga á að vita um konunglega brúðkaupið kynnt til sögunnar; dagskrá, gestalisti, smáatriði, forsaga og ýmislegt fleira sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar þyrstir í að vita." Meðal annars er hægt að fræðast um menntun Kate og tískusmekk, „lesa um hennar uppáhaldshönnuði, hárgreiðsu og förðun. Í forritinu er að finna frásagnir af hvernig parið kynntist og varð ástfangið, saga sambands þess er rakin. Sagðar eru sögur af fjölskyldum parsins og vinum jafnt og öðru lykilfólki eins og brúðarmeyjum, hringberum og erkibiskupnum af Canterbury." Þá er fjölskrúðug saga Westminster Abbey þar sem brúðkaupið fer fram rakin og hægt er að hlusta á þá tónlist sem leikin verður í athöfninni og á meðan hestvagninn flytur brúðhjóninn til Buckingham hallarinnar. „Hér er að finna margvísleg smáatriði eins og leyndarmálið um brúðarvönd Kate, sögu giftingarhringsins og ýmislegt fleira sem gefur rétta stemningu og veitir heildstæða mynd af þessari hátíðlegu stund. Þetta er persónuleg leiðsögn um allt sem tengist konunglega brúðkaupinu og er í senn fræðandi, vönduð, gangvirk og skemmtileg." Forritið er til sölu í netverslun Apple og kostar 1.99 dali.Hægt er að skoða myndir frá forritinu hér. William & Kate Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. „Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar." Forritið byggir á gagnvirku viðmóti og kortum, áhugaverðum frásögnum, GPS staðsetningu, tónlist og ljósmyndum sem fléttast saman og skapa heildstæða mynd af þessari hátíðlegu viðhöfn sem talið er að um 28 milljónir manna fylgist með. „Leifur Björn Björnsson framkvæmdastjóri Locatify hafði umsjón með þróun brúðkaupsforritsins en verkið var unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Fansy Pants Global. Hugmyndin að forritinu kom frá félaga Locatify í Bretlandi, Nicholas Craig eiganda StrollOn, efnisvinna var í höndum leikkonunnar Flora Montgomery en grafísk hönnun var unnin af Matthew Proud," segir í tilkynningu. „Í forritinu er einstakt, gagnvirkt viðmót þar sem leikmaður er áfram um slóðir brúðhjónanna. Frumlegt kortahjól sýnir framvindu dagskrár konunglega parsins, stund fyrir stund, á meðan á viðhöfninni stendur. Á sama tíma sést staðsetning notanda á kortinu, sé hann staddur í London, samtímis getur hann séð för brúðhjónanna á kortinu. Bent á hvar bestu útsýnisstaðirnir eru ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingar sem auðvelda skipulagningu þáttakenda í hátíðardagskránni," segir einnig en með „frásögnum, texta og ljósmyndum, sem kynda undir ímyndunaraflið, er allt það sem leikmenn hafa áhuga á að vita um konunglega brúðkaupið kynnt til sögunnar; dagskrá, gestalisti, smáatriði, forsaga og ýmislegt fleira sem aðdáendur konungsfjölskyldunnar þyrstir í að vita." Meðal annars er hægt að fræðast um menntun Kate og tískusmekk, „lesa um hennar uppáhaldshönnuði, hárgreiðsu og förðun. Í forritinu er að finna frásagnir af hvernig parið kynntist og varð ástfangið, saga sambands þess er rakin. Sagðar eru sögur af fjölskyldum parsins og vinum jafnt og öðru lykilfólki eins og brúðarmeyjum, hringberum og erkibiskupnum af Canterbury." Þá er fjölskrúðug saga Westminster Abbey þar sem brúðkaupið fer fram rakin og hægt er að hlusta á þá tónlist sem leikin verður í athöfninni og á meðan hestvagninn flytur brúðhjóninn til Buckingham hallarinnar. „Hér er að finna margvísleg smáatriði eins og leyndarmálið um brúðarvönd Kate, sögu giftingarhringsins og ýmislegt fleira sem gefur rétta stemningu og veitir heildstæða mynd af þessari hátíðlegu stund. Þetta er persónuleg leiðsögn um allt sem tengist konunglega brúðkaupinu og er í senn fræðandi, vönduð, gangvirk og skemmtileg." Forritið er til sölu í netverslun Apple og kostar 1.99 dali.Hægt er að skoða myndir frá forritinu hér.
William & Kate Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira