Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton fer fram í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er saman kominn í borginni til þess að berja kóngafólkið augum.
Meðfylgjandi má sjá myndir af David Beckham og Victoriu barnshafandi konu hans þegar þau mættu í brúðkaupið í morgun en mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjöldans.
Victoria er stórglæsileg með svartanPhillip Treacyhatt og hárið tekið í tagl, í kjól eftir hana sjálfa og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm.
David er aldeilis ekki síðri, klæddur íRalph Lauren frá toppi til táar.
Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn lýsa því sem fyrir augu ber í beinni útsendingu á Stöð 2 og Visir.is.
Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni.
Beckham hjónin mættu í sínu fínasta pússi

Mest lesið


Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp








Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp