Kristján: Nýjar breytur í þessu Íslandsmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 16:30 Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, byrjar frábærlega með Hlíðarendaliðið. Hann er þegar búinn að gera Valsmenn að Reykjavíkurmeisturum og í gær kom hann liðinu í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á FH í framlengdum undanúrslitaleik í Kórnum. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið sanngjarn sigur því það voru færi á báða bóga. Við vorum heppnir því Halli reddar okkur með því að verja vítið og það var flott hjá honum að halda okkur inn í leiknum þar. Svo fengu þeir dauðafæri rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en svo fannst mér við vera sterkari í framlengingunni og náðum að ýta þar inn einu marki," sagði Kristján í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir leikinn. „Hugarfarið er í góðu lagi í liðinu, við erum allir að vinna í sömu átt og það sést vel á leik liðsins," sagði Kristján. „Þetta verður spennandi sumar því það eru nýjar breytur í þessu Íslandsmóti núna. Athyglin er svolítið á umhverfið, veður og aðstæður af því að þetta er að byrja fyrr. Þetta verður mjög skemmtilegt og svo kemur önnur breyta í júní þegar það kemur hlé í mótið og það verður athyglisvert að sjá hvernig menn vinna úr því," sagði Kristján. „Við settum það sem markmið að komast í þennan úrslitaleik og nú verður spennandi að sjá hvort okkur takist að vinna Lengjubikarinn. Það verður erfitt að eiga við Fylkismennina en jafnfram spennandi og skemmtilegt," sagði Kristján en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, byrjar frábærlega með Hlíðarendaliðið. Hann er þegar búinn að gera Valsmenn að Reykjavíkurmeisturum og í gær kom hann liðinu í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á FH í framlengdum undanúrslitaleik í Kórnum. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið sanngjarn sigur því það voru færi á báða bóga. Við vorum heppnir því Halli reddar okkur með því að verja vítið og það var flott hjá honum að halda okkur inn í leiknum þar. Svo fengu þeir dauðafæri rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en svo fannst mér við vera sterkari í framlengingunni og náðum að ýta þar inn einu marki," sagði Kristján í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir leikinn. „Hugarfarið er í góðu lagi í liðinu, við erum allir að vinna í sömu átt og það sést vel á leik liðsins," sagði Kristján. „Þetta verður spennandi sumar því það eru nýjar breytur í þessu Íslandsmóti núna. Athyglin er svolítið á umhverfið, veður og aðstæður af því að þetta er að byrja fyrr. Þetta verður mjög skemmtilegt og svo kemur önnur breyta í júní þegar það kemur hlé í mótið og það verður athyglisvert að sjá hvernig menn vinna úr því," sagði Kristján. „Við settum það sem markmið að komast í þennan úrslitaleik og nú verður spennandi að sjá hvort okkur takist að vinna Lengjubikarinn. Það verður erfitt að eiga við Fylkismennina en jafnfram spennandi og skemmtilegt," sagði Kristján en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira