Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir að hafa fengið á sig mark gegn ÍBV í uppbótartíma og tapað.
"Þetta er mjög svekkjandi en mér fannst við vera að spila ágætlega. Hlutirnir voru samt ekki að detta með okkur í dómgæslunni eins og sást," sagði Þorvaldur sem átti orðaskipti við Þorvald Árnason eftir leik og var ekki sáttur.
"Ég var ekki ósáttur. Ég var að spyrja hann út í atvik þegar brotið er illa á Halldóri Hermanni. Ég vildi vita af hverju leikmaður ÍBV fékk bara gult spjald."
