Sunddrottning opnar matardagbók 28. maí 2011 12:29 Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir HM sem fer fram í Shanghai i sumar. Hún leyfði Lífinu að skyggnast í æfingarprógrammið sitt í einn dag með því að skrá niður allt sem hún neytti þann daginn sem og æfingarnar. „Ég er að fara á smáþjóðleika og tvö mót eftir það. Síðan eru það bara æfingar og fleiri æfingar í sumar. Svo er bara ár í Olympíuleika og stefnan er sett þangað að sjálfsögðu," sagði Ragnheiður fersk að vanda.Matardagbók Ragnheiðar: Vaknaði klukkan 07.30 og tók morgunrútínuna mína. Lýsi, vítamín og fæðubótarefni frá Fitnesssport og engiferdjús sem ég bý til með því að hakka engifer og sítrónugras, sjóða það vel, sigta svo frá og kæla. Morgunmaturinn samanstóð af 4 eggjahvítum og 1 eggi sem ég hræri saman á pönnu með smá osti og smá kotasælu. 1 tómatur með og 1 appelsína. Svo fæ ég mér 5 macadamiu-hnetur með. Ég hoppaði beint ofaní laugina og synti æfinguna mína. Þegar ég kom uppúr um klukkan 10.30 fékk ég mér 1 prótein bar (Whey gourmet bar). Ég er alltaf með það í bílnum og þetta er sjúklega gott á bragðið. Það fæst í Fitnesssport. Í hádeginu, klukkabn 12:00, fékk ég mér kjúkling á Krúsku á Suðurlandsbraut. Helga vinkona sem er yfirkokkaskvísa þar var búin að búa til sjúklega góðan kjúkling með allskonar mauki og góðu dóti. Svo fékk ég mér auðvitað súpersalatið þeirra. Það er to die for! Ég hoppaði síðan inn í Hreyfingu, hjólaði og tók smá lyftingaræfingu. Skellti mér svo í djúpslökunarpottinn þar og steinsofnaði í 40 mínútur. Vaknaði alveg svakalega fersk og svöng. Um klukkan 16.00 fór ég og fékk mér Serranó. Ég hoppa stundum þar inn til að fá mér hollan skyndibita. Ég fékk mér kjúklingaburrito í grófu brauði, sleppti hrísgrjónum og fékk mér helling af fersku salsa, guaqamole og smá chipotle sósu því að það er bara aðeins of gott. Fékk mér líka sítrónu Kristal að drekka með því. Ég fór svo aftur á æfingu í lauginni en synti bara létt og rólega og var bara aðeins að teygja úr mér. Enginn hamagangur á þessari æfingu. Svo fékk ég mér aftur fæðubótarefnin frá Fitnesssport. Þegar ég kom heim um klukkan 20.00 þá langaði mig ekki í neitt svakalega flókið í matinn svo ég fékk mér tröllahafragraut með kókosolíu og helling af kotasælu. Það er uppáhaldið mitt að hræra kotasælu út í allt. Ég fékk mér líka grænt te. Klukkan 23.30 fékk ég mér mjólkurglas og möndlur. Ég fer aldrei að sofa svöng. Fitnessdrottning opnar matardagbók. Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir HM sem fer fram í Shanghai i sumar. Hún leyfði Lífinu að skyggnast í æfingarprógrammið sitt í einn dag með því að skrá niður allt sem hún neytti þann daginn sem og æfingarnar. „Ég er að fara á smáþjóðleika og tvö mót eftir það. Síðan eru það bara æfingar og fleiri æfingar í sumar. Svo er bara ár í Olympíuleika og stefnan er sett þangað að sjálfsögðu," sagði Ragnheiður fersk að vanda.Matardagbók Ragnheiðar: Vaknaði klukkan 07.30 og tók morgunrútínuna mína. Lýsi, vítamín og fæðubótarefni frá Fitnesssport og engiferdjús sem ég bý til með því að hakka engifer og sítrónugras, sjóða það vel, sigta svo frá og kæla. Morgunmaturinn samanstóð af 4 eggjahvítum og 1 eggi sem ég hræri saman á pönnu með smá osti og smá kotasælu. 1 tómatur með og 1 appelsína. Svo fæ ég mér 5 macadamiu-hnetur með. Ég hoppaði beint ofaní laugina og synti æfinguna mína. Þegar ég kom uppúr um klukkan 10.30 fékk ég mér 1 prótein bar (Whey gourmet bar). Ég er alltaf með það í bílnum og þetta er sjúklega gott á bragðið. Það fæst í Fitnesssport. Í hádeginu, klukkabn 12:00, fékk ég mér kjúkling á Krúsku á Suðurlandsbraut. Helga vinkona sem er yfirkokkaskvísa þar var búin að búa til sjúklega góðan kjúkling með allskonar mauki og góðu dóti. Svo fékk ég mér auðvitað súpersalatið þeirra. Það er to die for! Ég hoppaði síðan inn í Hreyfingu, hjólaði og tók smá lyftingaræfingu. Skellti mér svo í djúpslökunarpottinn þar og steinsofnaði í 40 mínútur. Vaknaði alveg svakalega fersk og svöng. Um klukkan 16.00 fór ég og fékk mér Serranó. Ég hoppa stundum þar inn til að fá mér hollan skyndibita. Ég fékk mér kjúklingaburrito í grófu brauði, sleppti hrísgrjónum og fékk mér helling af fersku salsa, guaqamole og smá chipotle sósu því að það er bara aðeins of gott. Fékk mér líka sítrónu Kristal að drekka með því. Ég fór svo aftur á æfingu í lauginni en synti bara létt og rólega og var bara aðeins að teygja úr mér. Enginn hamagangur á þessari æfingu. Svo fékk ég mér aftur fæðubótarefnin frá Fitnesssport. Þegar ég kom heim um klukkan 20.00 þá langaði mig ekki í neitt svakalega flókið í matinn svo ég fékk mér tröllahafragraut með kókosolíu og helling af kotasælu. Það er uppáhaldið mitt að hræra kotasælu út í allt. Ég fékk mér líka grænt te. Klukkan 23.30 fékk ég mér mjólkurglas og möndlur. Ég fer aldrei að sofa svöng. Fitnessdrottning opnar matardagbók.
Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira