Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2011 22:21 Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira