Högni kann mjög vel við að vinna með GusGus 18. júní 2011 17:13 Högni kemur fram með GusGus á tónleikunum í kvöld. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Vísir.is. Mynd/Stefán Karlsson „Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21. Rætt er við Högna um Hjaltalín, samstarfið við GusGus, unglingsárin í Belgíu, fótbolta og tilgerð í helgarblaði Fréttablaðsins. Um GusGus segir Högni meðal annars: „Ég kem úr annarri kreðsu en kann mjög vel við að vinna með GusGus. Þetta eru reynsluboltar í senu sem er fyrst núna að komast almennilega upp á yfirborðið hér og hefur ekki borið hátt í menningarumfjöllun. Lengi vel var þetta af mörgum einungis talin lyfjatónlist fyrir skemmtanaþyrsta unglinga." Viðtalið við Högna er hægt að lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21. Rætt er við Högna um Hjaltalín, samstarfið við GusGus, unglingsárin í Belgíu, fótbolta og tilgerð í helgarblaði Fréttablaðsins. Um GusGus segir Högni meðal annars: „Ég kem úr annarri kreðsu en kann mjög vel við að vinna með GusGus. Þetta eru reynsluboltar í senu sem er fyrst núna að komast almennilega upp á yfirborðið hér og hefur ekki borið hátt í menningarumfjöllun. Lengi vel var þetta af mörgum einungis talin lyfjatónlist fyrir skemmtanaþyrsta unglinga." Viðtalið við Högna er hægt að lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45