Högni kann mjög vel við að vinna með GusGus 18. júní 2011 17:13 Högni kemur fram með GusGus á tónleikunum í kvöld. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Vísir.is. Mynd/Stefán Karlsson „Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21. Rætt er við Högna um Hjaltalín, samstarfið við GusGus, unglingsárin í Belgíu, fótbolta og tilgerð í helgarblaði Fréttablaðsins. Um GusGus segir Högni meðal annars: „Ég kem úr annarri kreðsu en kann mjög vel við að vinna með GusGus. Þetta eru reynsluboltar í senu sem er fyrst núna að komast almennilega upp á yfirborðið hér og hefur ekki borið hátt í menningarumfjöllun. Lengi vel var þetta af mörgum einungis talin lyfjatónlist fyrir skemmtanaþyrsta unglinga." Viðtalið við Högna er hægt að lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21. Rætt er við Högna um Hjaltalín, samstarfið við GusGus, unglingsárin í Belgíu, fótbolta og tilgerð í helgarblaði Fréttablaðsins. Um GusGus segir Högni meðal annars: „Ég kem úr annarri kreðsu en kann mjög vel við að vinna með GusGus. Þetta eru reynsluboltar í senu sem er fyrst núna að komast almennilega upp á yfirborðið hér og hefur ekki borið hátt í menningarumfjöllun. Lengi vel var þetta af mörgum einungis talin lyfjatónlist fyrir skemmtanaþyrsta unglinga." Viðtalið við Högna er hægt að lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“