Ragna Ingólfsdóttir er komin í undanúrslit á alþjóðlega litháenska mótinu í badminton. Ragna sigraði heimakonuna Akvile Stapusaityte í þremur lotum 17-21, 21-14 og 21-5. Leikurinn tók 47 mínútur.
Stapusaityte er í 146 sæti á heimslistanum en Ragna í sæti 78. Hún mætir Svisslendingnum Jeanine Cicognini í undanúrslitum mótsins síðar í dag.
Cicognini var röðuð fyrst fyrir dráttinn í mótið en Ragna sú fjórða. Cicognini er í 46. sæti heimslistans svo það verður við ramman reip að draga hjá Rögnu.
Ragna komin í undanúrslit í Litháen
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



