Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U-21 liðs Íslands, er kominn til Danmerkur eftir að hafa verið á hliðarlínunni hjá HK, liði sínu í 1. deildinni, í gærkvöldi.
Tómas Ingi flaug frá Íslandi í morgun til Kaupmannahafnar og svo til Álaborgar í morgunsárið. Hann kom beint á æfingasvæðið frá flugvellinum og voru því fagnaðarfundir á æfingu íslenska liðsins í morgun.
„Ferðalagið var strembið. Það var tveggja og hálfs tíma seinkun og ekkert sérstakt," sagði brosmildur Tómasi Ingi við Vísi í morgun en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Hann neitar því ekki að það fari ekki neitt sérstaklega vel saman þessa dagana að þjálfa félagslið á Íslandi og U-21 liðið.
„Ég vildi auðvitað helst vera á báðum stöðum en þetta er tækifæri fyrir mig og ég myndi aldrei sleppa því," sagði Tómas Ingi sem fer næst til Íslands á þriðjudaginn, eftir leik Íslands við Sviss.
„Ég fæ góðan tíma í Danmörku til að rifja upp tungumálið og læra svolítið," sagði Tómas Ingi sem lék áður með AGF í Danmörku. Leikur Íslands við Hvíta-Rússland fer einmitt fram á heimavelli AGF í Árósum á morgun.
„Það verður mjög gaman. Ég fór þangað fyrir einum og hálfum mánuði síðan og þetta lítur stórkostlega út. Ég vonast eftir því að fá góðan stuðninga Íslendinga á svæðinu og á von á 3-4 þúsund manns sem munu styðja okkur."
Tómas Ingi kominn til Danmerkur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


