"Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og reyna samt að skora snemma," sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur vann frábæran sigur, 3-1, gegn Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikar karla í knattspyrnu.
„Við vissum að það kæmu svæði og pláss og því var áætlunin að keyra stíft í bakið á þeim þegar menn fengu tækifærin".
„Við duttum of mikið til baka í síðari hálfleik og hefðum getað gert betur, en síðan skorum við frábært mark og náum að klára leikinn".
„Það er alltaf gaman að vinna úrvalsdeildarlið og gaman að komast áfram í bikarnum," sagði Páll Einarsson.
Páll: Alltaf gaman að vinna úrvalsdeildarlið
Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar
Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn





„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti