Serena Williams hóf titilvörn sína á Wimbledon meistaramótinu í tennis í dag með því að leggja Aravane Rezai að velli í fyrstu umferð. Williams hefur ekkert keppt í heilt ár vegna meiðsla og veikinda og á hún töluvert langt í land með að ná fyrri styrk.
Williams, sem er frá Bandaríkjunum, vann fyrsta settið gegn hinni frönsku Rezai, 6-3. Rezai svaraði með því að vinna annað settið 6-3 en Williams náði sér á strik í þriðja settinu sem hún vann nokkuð örugglega, 6-1.
Ýmsir sérfræðingar sem fjalla um mótið telja að Williams eigi erfitt með að verja titilinn í ár en hún er ekki í leikæfingu og skortir snerpuna og kraftinn sem einkennir hennar leik. Williams fékk blóðtappa í lunga og glímdi við alvarleg veikindi í kjölfarið.
Serena Williams á langt í land eftir langa fjarveru
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn




