Sport

Bolt fyrstur í mark þrátt fyrir flensu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bolt og Lemaitre á hlaupabrautinni í París í gærkvöldi
Bolt og Lemaitre á hlaupabrautinni í París í gærkvöldi Nordic Photos
Usain Bolt kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi á móti í París í gærkvöldi. Mótið er hluti af Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum. Hann hljóp á 20.03 sekúndum og hafði betur gegn heimamanninum Chistophe Lemaitre sem varð annar.

Lemaitre hljóp á 20.21 sekúndum sem er hans besti tími á árinu en það dugði ekki til sigurs gegn Bolt. Engu máli skipti að Jamaíka-búinn var með flensu og Bolt lítur vel út fyrir HM í frjálsum í næsta mánuði.

Mikil stemmning var í París þegar Bolt gekk inn á völlinn. Hávær tónlist kveikti í áhorfendum og óhætt að segja að heimamaðurinn Lemaitre og aðrir hafi staðið í skugga Bolt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×