Sport

Myllylä handtekinn þremur dögum áður en hann lést

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myllylä fagnar sigri sínum í Nagano árið 1998
Myllylä fagnar sigri sínum í Nagano árið 1998 Nordic Photos/AFP
Finnski skíðagömgukappinn Mika Myllylä var handtekinn fyrir að hleypa af byssu sinni á heimili sínu þremur dögum áður en hann fannst látinn á sama stað.

Að sögn finnskra dagblaðsins Salomat fjárfesti Myllylä í skotvopni á ólöglegum markaði vegna þess að hann taldi lífi sínu ógnað.   

„Ég er svo hræddur að mér finnst ég verða að sofa með öxi undir rúminu,“ sagði Myllylä við yfirheyrslurnar að sögn dagblaðsins.

Þremur dögum fyrir andlát hans var hann handtekinn fyrir að hleypa af skotum í íbúð sinni. Fyrsta skotið hljóp af fyrir slysni en Myllylä var drukkinn. Myllylä á að hafa hleypt af tvemur til þremur skotum til viðbótar.

Vinur Myllylä kom að honum látnum í íbúð sinni á þriðjudag. Finnska lögreglan hefur haldið því fram að ekkert bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Myllylä vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Nagano árið 1998. Hann hafði átt við áfengisvandamál að stríða undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×