Tékkneska stúlkan Petra Kvitova varð í dag Wimbledon-meistari í tennis er hún bar sigurorð af Mariu Sharapovu í úrslitum. Þetta var fyrsti sigur Kvitovu á risamóti.
Sigur hennar var frekar öruggur en hún vann í tveimur settum, 6-3 og 6-4.
Sharapova var ekki upp á sitt besta í dag og sérstaklega voru uppgjafirnar hjá henni slakar.
Kvitova er fyrsta örvhenta konan sem vinnur Wimbledon síðan Jana Novotna vann árið 1998. Martina Navratilova, sem einnig er örvhent, vann árið 1990 en þær fylgdust báðar með úrslitaleiknum í dag.
Kvitova lagði Sharapovu í úrslitum á Wimbledon
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn
Fleiri fréttir
