Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2011 21:08 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Mynd/Stefán Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu með skalla eftir hornspyrnu Soffíu Gunnarsdóttur og ellefu mínútum síðar skoraði Gunnhildur aftur eftir stoðsendingu frá Soffíu. Ashley Bares skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum síðar og Stjarnan var því komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Gunnhildur innsiglaði þrennu sína 17 mínútur fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu frá Ingu Birnu Friðjónsdóttur áður en Anna Björg Björnsdóttir minnkaði muninn. Valskonur komust aftur á sigurbraut með 6-0 stórsigri á botnliði Grindavíkur. Dagný Brynjarsdóttir opnaði markareikninginn eftir hálftíma leik og í framhaldinu skoraði Valsliðið þrjú mörk til viðbótar á næstu tíu mínútum. Eftir það voru úrslitin löngu ráðin en Valsliðið bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö marka Vals. Afturelding sótti þrjú stig á KR-völlinn og vann þar sinn fyrsta deildarsigur síðan í maímánuði. Afturelding komst líka fyrir upp fyrir KR og upp í 7. sætið með þessum 3-0 sigri. Marcia Rosa Silva skoraði fyrsta markið og nýju stelpurnar í Mosfellsbænum, Anna Garðarsdóttir (beint úr aukaspyrnu) og Íris Dóra Snorradóttir skoruðu báðar í sínum fyrsta leik með liðinu.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Fylkir-Stjarnan 1-4 0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4.), 0-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (15.) 0-3 Ashley Bares (17.), 0-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (73.), 1-4 Anna Björg Björnsdóttir (78.)Grindavík-Valur 0-6 0-1 Dagný Brynjarsdóttir (30.), 0-2 Thelma Björk Einarsdóttir (33.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (37.), 0-4 Caitlin Miskel (39.), 0-5 Rakel Logadóttir (54.), 0-6 Kristín Ýr Bjarnadóttir (67.)KR-Afturelding 0-3 0-1 Marcia Rosa Silva (18.), 0-2 Anna Garðarsdóttir (26.), 0-3 Íris Dóra Snorradóttir (54.) Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu með skalla eftir hornspyrnu Soffíu Gunnarsdóttur og ellefu mínútum síðar skoraði Gunnhildur aftur eftir stoðsendingu frá Soffíu. Ashley Bares skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum síðar og Stjarnan var því komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Gunnhildur innsiglaði þrennu sína 17 mínútur fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu frá Ingu Birnu Friðjónsdóttur áður en Anna Björg Björnsdóttir minnkaði muninn. Valskonur komust aftur á sigurbraut með 6-0 stórsigri á botnliði Grindavíkur. Dagný Brynjarsdóttir opnaði markareikninginn eftir hálftíma leik og í framhaldinu skoraði Valsliðið þrjú mörk til viðbótar á næstu tíu mínútum. Eftir það voru úrslitin löngu ráðin en Valsliðið bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö marka Vals. Afturelding sótti þrjú stig á KR-völlinn og vann þar sinn fyrsta deildarsigur síðan í maímánuði. Afturelding komst líka fyrir upp fyrir KR og upp í 7. sætið með þessum 3-0 sigri. Marcia Rosa Silva skoraði fyrsta markið og nýju stelpurnar í Mosfellsbænum, Anna Garðarsdóttir (beint úr aukaspyrnu) og Íris Dóra Snorradóttir skoruðu báðar í sínum fyrsta leik með liðinu.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Fylkir-Stjarnan 1-4 0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4.), 0-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (15.) 0-3 Ashley Bares (17.), 0-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (73.), 1-4 Anna Björg Björnsdóttir (78.)Grindavík-Valur 0-6 0-1 Dagný Brynjarsdóttir (30.), 0-2 Thelma Björk Einarsdóttir (33.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (37.), 0-4 Caitlin Miskel (39.), 0-5 Rakel Logadóttir (54.), 0-6 Kristín Ýr Bjarnadóttir (67.)KR-Afturelding 0-3 0-1 Marcia Rosa Silva (18.), 0-2 Anna Garðarsdóttir (26.), 0-3 Íris Dóra Snorradóttir (54.) Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira