Sport

Vuistiner og Guðbjörg Margrét sigruðu í Laugavegshlaupinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vuistiner sigraði í karlaflokki.
Vuistiner sigraði í karlaflokki. Mynd. / marathon.is
Í dag fór fram 15. Laugavegshlaupið í blíðskapar veðri en alls tóku 306 hlauparar þátt í hlaupinu. Hlaupið er 55 km langt en þátttakendur fara frá Landmannalaugum til Þórsmerkur.

289 hlauparar náðu að ljúka við hlaupið, en veðrið setti heldur betur svip sinn á mótið, nokkrir keppendur þurftu á vökva í æð að halda þegar þeir komu í mark útaf þreytu og hita.

Alexandre Vuistiner sigraði í karlaflokki en hann kom í mark á tímanum 4:59:21, en fyrstur Íslendinga var Örvar Steingrímsson á 5:02:22, en það nægði aðeins í annað sæti. Þriðji hlauparinn sem kom í mark í karlaflokki var Paul Sadjak frá Austurríki  á tímanum 5:04:12.

Guðbjörg Margrét Björnsdóttir sigraði í kvennaflokki á tímanum 5:50:54 sem er þriggja mínútna bæting á hennar besta tíma. Í öðru sæti varð Ósk Vilhjálmsdóttir á 6:01:04 og í þriðja sæti varð Elísabet Margeirsdóttir á 6:02:42.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×