„Þessi úrslit halda okkur allavega inn í einvíginu ennþá," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir jafnteflið gegn Nacional í kvöld.
„Þetta er hrikalega sterkt lið og enduðu í sjötta sæti í Portúgal á síðustu leiktíð og því erum við sáttir að eiga í það minnsta möguleika fyrir síðari leikinn".
„Við vissum það að þeir yrðu ryðgaðir þar sem liðið er rétt byrjað að æfa og lögðum upp með að nýta okkur þá veikleika".
„Þetta voru algjör klaufa mistök hjá okkar þegar við fengum á okkur markið, en við vissum að við myndum fá okkar færi og svo loks náði Freysi að skalla boltann í netið".
Matthías: Þessi úrslit halda okkur inn í einvíginu
Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar
Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn



Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


