Mamma Kristínar heimsmeistara: Orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2011 09:00 Kristín Krisúla Tsoukala, til vinstri, hendir þjálfara sínum út í laugina í fagnaðarlátunumn. Mynd/Nordic Photos/Getty Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. „Ég veit ekki hvort ég get talað því ég er svo hamingjusöm. Þetta er alveg stórkostlegt. Hún er heimsmeistari," var það fyrsta sem kom upp úr Þóru Björk Valsteinsdóttur, móður Kristínar, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er búið að vera stanslaust í sjónvarpinu og í öllum fréttum hér. Þetta er fyrsta lið í sögu Grikklands sem fær heimsmeistaratitil," segir Þóra. „Hún er yngst í liðinu. Hún var tekin sextán ára inn í landsliðið og ef ég á að segja þér satt þá hefur landsliðið ekki gert neitt annað en að vinna síðan. Það er íslenski víkingurinn. Hún er varnarleikmaður og þetta er svolítið eins og í handbolta. Sá sem er miðjunni passar mest og fær mestu höggin. Hún er talin ein af bestu sundknattleikskonum í heimi," segir Þóra. Kristín var fyrst valin í gríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Kristín tók einnig þátt í því að vinna silfur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári. „Hún er voðalega íslensk í sér og rosalega íslensk í útliti. Hún er 185 sm, ljóshærð og bláeygð. Hún sker sig líka út í liðinu því hinar eru alveg eins og litlu börnin hennar. Hún er miklu hærri en þær," segir Þóra og bætti við: „Þær eru allar orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi," sagði stolt mamma að lokum. Innlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. „Ég veit ekki hvort ég get talað því ég er svo hamingjusöm. Þetta er alveg stórkostlegt. Hún er heimsmeistari," var það fyrsta sem kom upp úr Þóru Björk Valsteinsdóttur, móður Kristínar, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er búið að vera stanslaust í sjónvarpinu og í öllum fréttum hér. Þetta er fyrsta lið í sögu Grikklands sem fær heimsmeistaratitil," segir Þóra. „Hún er yngst í liðinu. Hún var tekin sextán ára inn í landsliðið og ef ég á að segja þér satt þá hefur landsliðið ekki gert neitt annað en að vinna síðan. Það er íslenski víkingurinn. Hún er varnarleikmaður og þetta er svolítið eins og í handbolta. Sá sem er miðjunni passar mest og fær mestu höggin. Hún er talin ein af bestu sundknattleikskonum í heimi," segir Þóra. Kristín var fyrst valin í gríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Kristín tók einnig þátt í því að vinna silfur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári. „Hún er voðalega íslensk í sér og rosalega íslensk í útliti. Hún er 185 sm, ljóshærð og bláeygð. Hún sker sig líka út í liðinu því hinar eru alveg eins og litlu börnin hennar. Hún er miklu hærri en þær," segir Þóra og bætti við: „Þær eru allar orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi," sagði stolt mamma að lokum.
Innlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira