Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Erla Hlynsdóttir skrifar 25. júlí 2011 11:28 Breivik dreifði myndum af sjálfum sér þar sem hann er búinn að hafa sig sérstaklega til. Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. Breivik segir að yfirvöldum þyki æskilegt að geta dreift lélegum myndum af þeim sem berjist gegn fjölmenningarstefnunni og því sé best að hafa sjálfur frumkvæði að því að koma góðum ljósmyndum í dreifingu. Breivik birtir myndir af sjálfum sér bæði í stefnuyfirlýsingunni og í myndbandi sem hann sendi frá sér á föstudag þar sem hann er uppáklæddur og til hafður. Hann ráðleggur fylgismönnum sínum, sem hann kallar riddara. „Sem musterisriddari ferð þú í sögubækurnar sem einn af áhrifamestu einstaklingum samtímans. Þess vegna þarftu að líta sem allra best út og tryggja að þú hafir unnið gott markaðsefni fyrir aðgerðina þína," segir Breivik í stefnuyfirlýsingunni. Sjálfur vísar hann þar til fjöldamorðanna sem hann sjálfur var þá að skipuleggja sem „aðgerðar." Óhugnarlegur broskall Ofan á þann óhug sem fjöldamorðin hafa vakið meðal almennings hefur það enn magnað hryllinginn að lesa það sem Breivik skrifar nánast í upphafi stefnuyfirlýsingarinnar. Þar segir hann fjárhagslegan kostnað við vinnslu hennar hafa verið um 317 þúsund evrur, eða jafnvirði tæplega 53 milljóna íslenskra króna. Breivik telur þar til um 130 þúsund evrur sem hann lagði sjálfur til og um 187.500 evrur sem hann telur til vegna launalausrar vinnu við skrifin síðastliðin þrjú ár. „Allt þetta er hins vegar hverfandi samanborið við fórnarkostnaðinn við dreifingu bókarinnar, hina eiginlegu markaðsaðgerð :)" skrifar Breivik og er þar talið víst að hann eigi við fjöldamorðin. Hann bætir síðan broskalli við í lokin.Mælir með förðunarfræðingi Nokkrir undirkaflar um markaðssetningu eru í stefnuyfirlýsingunni, eða „bókinni" eins og Breivik kallar hana. Auk þess að hvetja menn til að notast við myndvinnsluforrit vekur hann athygli á því hversu miklu máli getur skipt að fá förðunarfræðing sér til aðstoðar fyrir myndatöku. „Já, þetta hljómar hommalega, en það eykur áhrif þeirra skilaboða sem við erum að koma á framfæri að vera aðlaðandi," skrifar Breivik. Hann bendir sérstaklega á að það sé engum vil framdráttar að lúta út eins og hellisbúi, og vísar þar til múslimans Osama Bin Laden. Þá leggur hann einnig til að fólk fari í nokkra ljósatíma til að vera frísklegri í myndatökunni. Meðal þess sem Breivik ráðleggur fylgismönnum sínum að gera til að falla sem mest í fjöldann er að fá sér bifreið sem vekur litla athygli. Sjálfur ók hann um á gráum Hyundai Atos sem hann viðurkennir þó að sé kannski ekki hannaður fyrir töffara. „It´s a really gay car," skrifar hann en segir þennan bíl þó senda réttu skilaboðin til umhverfisins. Þá segir Breivik mikilvægt að klæða sig í vinsæl merki sem veki litla athygli. Hann heldur mest upp á fatnað frá LaCoste. Rakspírinn sem Breivik notar er síðan Platinum Egoiste frá Chanel. Segist hafa persónutöfra Breivik er mjög ánægður með eigið útlit, samkvæmt því sem hann skrifar, og segist hann í raun aldrei hafa litið jafn vel út og nú. Í kafla þar sem hann fordæmir lauslæti, og tekur dæmi af lauslátum vinum sínum, segist hann auðveldlega hafa geta farið sömu leið og þeir ef hann vildi vegna hans eigin „útlits, stöðu, útsjónarsemi og persónutöfra." Hann hafi hins vegar viljað einbeita sér að „aðgerðinni" sinni og málstaðnum. Honum er annt um að heimurinn viti sem mest um hann, og reynir hann að gefa af sér sem besta mynd. Hann viðurkennir að sumum sem hann hefur átt í samskiptum við upplifi hann sem hrokafullan.Aldrei jafn hamingjusamur Aðalpersóna bókarinnar American Psycho eftir Bret Easton Ellis hefur verið nefnd í tengslum við Breivik en þar var um að ræða siðblindan fjöldamorðingja sem lagði ofuráherslu á útlit og hafði óbilandi trú á eigin ágæti. Hann skrifar í dagbók sína, sem er í stefnuyfirlýsingunni, síðla árs 2010 að þegar hann er ekki að vinna sé hann duglegur að æfa. Breivik tók bæði anabólíska stera, sem eru þekktir fyrir að auka á árásargirni, og efedrín. Í dagbókarfærslunni segir: „Líkami minn er eiginlega fullkominn nú og ég hef aldrei verið jafn hamingjusamur." Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. Breivik segir að yfirvöldum þyki æskilegt að geta dreift lélegum myndum af þeim sem berjist gegn fjölmenningarstefnunni og því sé best að hafa sjálfur frumkvæði að því að koma góðum ljósmyndum í dreifingu. Breivik birtir myndir af sjálfum sér bæði í stefnuyfirlýsingunni og í myndbandi sem hann sendi frá sér á föstudag þar sem hann er uppáklæddur og til hafður. Hann ráðleggur fylgismönnum sínum, sem hann kallar riddara. „Sem musterisriddari ferð þú í sögubækurnar sem einn af áhrifamestu einstaklingum samtímans. Þess vegna þarftu að líta sem allra best út og tryggja að þú hafir unnið gott markaðsefni fyrir aðgerðina þína," segir Breivik í stefnuyfirlýsingunni. Sjálfur vísar hann þar til fjöldamorðanna sem hann sjálfur var þá að skipuleggja sem „aðgerðar." Óhugnarlegur broskall Ofan á þann óhug sem fjöldamorðin hafa vakið meðal almennings hefur það enn magnað hryllinginn að lesa það sem Breivik skrifar nánast í upphafi stefnuyfirlýsingarinnar. Þar segir hann fjárhagslegan kostnað við vinnslu hennar hafa verið um 317 þúsund evrur, eða jafnvirði tæplega 53 milljóna íslenskra króna. Breivik telur þar til um 130 þúsund evrur sem hann lagði sjálfur til og um 187.500 evrur sem hann telur til vegna launalausrar vinnu við skrifin síðastliðin þrjú ár. „Allt þetta er hins vegar hverfandi samanborið við fórnarkostnaðinn við dreifingu bókarinnar, hina eiginlegu markaðsaðgerð :)" skrifar Breivik og er þar talið víst að hann eigi við fjöldamorðin. Hann bætir síðan broskalli við í lokin.Mælir með förðunarfræðingi Nokkrir undirkaflar um markaðssetningu eru í stefnuyfirlýsingunni, eða „bókinni" eins og Breivik kallar hana. Auk þess að hvetja menn til að notast við myndvinnsluforrit vekur hann athygli á því hversu miklu máli getur skipt að fá förðunarfræðing sér til aðstoðar fyrir myndatöku. „Já, þetta hljómar hommalega, en það eykur áhrif þeirra skilaboða sem við erum að koma á framfæri að vera aðlaðandi," skrifar Breivik. Hann bendir sérstaklega á að það sé engum vil framdráttar að lúta út eins og hellisbúi, og vísar þar til múslimans Osama Bin Laden. Þá leggur hann einnig til að fólk fari í nokkra ljósatíma til að vera frísklegri í myndatökunni. Meðal þess sem Breivik ráðleggur fylgismönnum sínum að gera til að falla sem mest í fjöldann er að fá sér bifreið sem vekur litla athygli. Sjálfur ók hann um á gráum Hyundai Atos sem hann viðurkennir þó að sé kannski ekki hannaður fyrir töffara. „It´s a really gay car," skrifar hann en segir þennan bíl þó senda réttu skilaboðin til umhverfisins. Þá segir Breivik mikilvægt að klæða sig í vinsæl merki sem veki litla athygli. Hann heldur mest upp á fatnað frá LaCoste. Rakspírinn sem Breivik notar er síðan Platinum Egoiste frá Chanel. Segist hafa persónutöfra Breivik er mjög ánægður með eigið útlit, samkvæmt því sem hann skrifar, og segist hann í raun aldrei hafa litið jafn vel út og nú. Í kafla þar sem hann fordæmir lauslæti, og tekur dæmi af lauslátum vinum sínum, segist hann auðveldlega hafa geta farið sömu leið og þeir ef hann vildi vegna hans eigin „útlits, stöðu, útsjónarsemi og persónutöfra." Hann hafi hins vegar viljað einbeita sér að „aðgerðinni" sinni og málstaðnum. Honum er annt um að heimurinn viti sem mest um hann, og reynir hann að gefa af sér sem besta mynd. Hann viðurkennir að sumum sem hann hefur átt í samskiptum við upplifi hann sem hrokafullan.Aldrei jafn hamingjusamur Aðalpersóna bókarinnar American Psycho eftir Bret Easton Ellis hefur verið nefnd í tengslum við Breivik en þar var um að ræða siðblindan fjöldamorðingja sem lagði ofuráherslu á útlit og hafði óbilandi trú á eigin ágæti. Hann skrifar í dagbók sína, sem er í stefnuyfirlýsingunni, síðla árs 2010 að þegar hann er ekki að vinna sé hann duglegur að æfa. Breivik tók bæði anabólíska stera, sem eru þekktir fyrir að auka á árásargirni, og efedrín. Í dagbókarfærslunni segir: „Líkami minn er eiginlega fullkominn nú og ég hef aldrei verið jafn hamingjusamur."
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira