Norðmenn minnast fórnarlambanna 24. júlí 2011 09:26 Þjóðarsorg er í Noregi Mynd/AFP Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira