Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar 23. júlí 2011 18:30 Sérsveitarmenn komu á eyjuna og yfirbuguðu byssumanninn. Hér sést hvar ungmenni fela sig fyrir árásarmanninum. Mynd/AFP Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Annar maður var handtekinn í dag í tengslum við atburði gærdagsins. Hann er meðlimur ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en norskir fjölmiðlar telja hverfandi líkur á því að hann tengist voðaverkum Anders Behring Breivik. Norska lögreglan staðfesti hins vegar á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi að öllum líkindum átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Breivik er talinn hafa sprengt sprengju í stjórnarráðshverfinu í Osló til að beina athygli lögreglunnar frá skotárásinni sem hann hóf skömmu síðar í Útey. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Thorbjørn Vereide segir að maðurinn hafi skotið alla þá sem stóðu þarna. Í byrjun hafi þau verið 30 sem stóðu þarna við ströndina. Þegar maðurinn hafi byrjað að skjóta hafi þau bara verið fimm eða sex sem voru eftir. Hann hafi skotið ótrúlega mörgum skotum á stuttum tíma. „Hann passaði sig á því að skjóta alla tvisvar. Hann skaut vini mína sem reyndu að synda í land og fólk sem reyndi að fela sig í tjöldunum eða í skógionum," sagði hinn 22 ára gamli Vereide í samtali við NRK í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði lögreglan Breivik að öllum líkindum verða ákærðan fyrir hryðjuverk en ef hann er fundinn sekur er hámarksrefsingin tuttugu og eitt ár. Lögreglan tók þó sérstaklega fram að málið væri enn í rannsókn og grundvöllur ákærunnar gæti því breyst. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, heimsótti þá sem lifðu af árásina og aðstandendur hinna látnu í Sundvollen skammt frá Útey í dag ásamt norsku konungsfjölskyldunni. Tala látinna er komin í nítú og tvo en enn er óttast að sú tala kunni að hækka. Lík sem hafa fundist hafa verið flutt á sjúkrahús í Osló og lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á þá látnu. Það gæti þó tekið nokkra daga.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira