Íslensk hjúkrunarkona á vaktinni í Osló 23. júlí 2011 14:30 Miðborg Oslóar í gær. Mynd/AFP „Ástandið var mjög „kaótískt" til að byrja með, fyrst eftir að fréttist af sprengingunni í Osló voru allir mjög sjokkeraðir og síðan enn frekar þegar fréttist af skotárásinni," segir Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem vinnur á spítala í Sandvika sem er skammt frá Osló. Hún kom ekki beint að atburðunum í höfuðborginni í gær, þegar þrjátíu og tveggja ára karlmaður, sprengdi bifreið í miðborginni með þeim afleiðingum að minnsta kosti sjö létu lífið og fjölmargir særðst. Viðvörunarstigið á spítalnum sem hún vinnur á var hækkað. „Starfsfólk var kallað í vinnu og allir voru í startholunum við að taka við slösuðum ef þess þyrfti, það er að segja ef spítalarnir í Osló gætu ekki lengur tekið við sjúklingum."Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingurÍ gær segir hún að mikil spenna hafi verið á meðal sjúklinga og starfsfólks og lögð hafi verið áhersla á að halda sem mestri ró meðal sjúklinga og reyna halda rútínu. „Einnig var farið í það að reyna að útskrifa þá sjúklinga sem mögulega var hægt að útskrifa til þess að hafa pláss ef einhverjir sjúklingar kæmu til okkar. Síðan eftir að búið var að gefa út að sjúkrahúsið væri nú á rauðu viðbúnaðarstigi fór allt að fyllast af starfsfólki sem hafði verið kallað til vinnu, þetta var mjög spes að upplifa, hjúkrunarfók var þarna í gulum vestum og maður fann mjög sterkt fyrir alvarleika málsins," segir Anna María. Þá hafi öryggiseftirlit aukist til muna. „Það fékk enginn að koma inn á deildina nema sína skilríki og allt öryggi var hert," segir hún. Í fyrstu var talið að um hryðjuverk væri að ræða, en nú er talið víst að þrjátíu og tveggja ára karlmaður, Anders Behring Breivik, hafi sprengt bifreiðina í loft upp og keyrt svo að eyjunni Útey. Þar hafi hann banað að minnsta kosti 84 ungmennum sem voru saman komin á eyjunni á vegum ungra jafnaðarmanna. Hann er í haldi lögreglu. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
„Ástandið var mjög „kaótískt" til að byrja með, fyrst eftir að fréttist af sprengingunni í Osló voru allir mjög sjokkeraðir og síðan enn frekar þegar fréttist af skotárásinni," segir Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem vinnur á spítala í Sandvika sem er skammt frá Osló. Hún kom ekki beint að atburðunum í höfuðborginni í gær, þegar þrjátíu og tveggja ára karlmaður, sprengdi bifreið í miðborginni með þeim afleiðingum að minnsta kosti sjö létu lífið og fjölmargir særðst. Viðvörunarstigið á spítalnum sem hún vinnur á var hækkað. „Starfsfólk var kallað í vinnu og allir voru í startholunum við að taka við slösuðum ef þess þyrfti, það er að segja ef spítalarnir í Osló gætu ekki lengur tekið við sjúklingum."Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingurÍ gær segir hún að mikil spenna hafi verið á meðal sjúklinga og starfsfólks og lögð hafi verið áhersla á að halda sem mestri ró meðal sjúklinga og reyna halda rútínu. „Einnig var farið í það að reyna að útskrifa þá sjúklinga sem mögulega var hægt að útskrifa til þess að hafa pláss ef einhverjir sjúklingar kæmu til okkar. Síðan eftir að búið var að gefa út að sjúkrahúsið væri nú á rauðu viðbúnaðarstigi fór allt að fyllast af starfsfólki sem hafði verið kallað til vinnu, þetta var mjög spes að upplifa, hjúkrunarfók var þarna í gulum vestum og maður fann mjög sterkt fyrir alvarleika málsins," segir Anna María. Þá hafi öryggiseftirlit aukist til muna. „Það fékk enginn að koma inn á deildina nema sína skilríki og allt öryggi var hert," segir hún. Í fyrstu var talið að um hryðjuverk væri að ræða, en nú er talið víst að þrjátíu og tveggja ára karlmaður, Anders Behring Breivik, hafi sprengt bifreiðina í loft upp og keyrt svo að eyjunni Útey. Þar hafi hann banað að minnsta kosti 84 ungmennum sem voru saman komin á eyjunni á vegum ungra jafnaðarmanna. Hann er í haldi lögreglu.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira