Hver er Anders Breivik? 23. júlí 2011 12:19 Anders Behring Breivik átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Mynd/AFP Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Anders Behring var þjálfaður í norska hernum og var félagi í skotklúbbi skammbyssueigenda í Osló. Hann var skráður fyrir mörgum skotvopnum, þar á meðal hálfsjálvirkum vopnum. Verden Gang greinir frá því að Anders hafi átt heima í vesturhluta Osló alla ævi þar til hann flutti til Heiðmerkur fyrir um mánuði. Bíll hans stendur enn á bryggjunni við Útey og fundust í honum mörg vopn. Hann var þjóðernissinnaður, hægri öfgamaður og segja sumir norskir fjölmiðlar frá tengslum hans við nýnastiahreyfingar. Lögreglan í Noregi leitaði í gær á heimili Anders. Þar fundust tengsl við öfgasíður á internetinu og færslur á samskiptavefum eins og Twitter og feisbúkk. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningu og Íslam sem hann telur vera að taka yfir Evrópu. Aðeins örfáum dögum fyrir voðaverkin stofnaði Anders Twitter-síðu - þar setti hann inn eina færslu, tilvitnun í John Stuart Mill, um að einn sannfærður maður geti áorkað því sem hundrað þúsund ósannfærðir nái aldrei. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði þetta á blaðamannafundi í morgun: „Miðað við önnur lönd myndi ég segja að hægri öfgahreyfingar væru ekki stórt vandamál í noregi. En það eru hér hópar, öfgahreyfingar sem lögreglan veit af og við höfum fylgst með." Anders stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor. Anders Behring er talinn hafa drepið yfir níutíu manns í tveimur skipulögðum árásum í Noregi. Hann var handtekinn af sérsveitarmönnum og segir lögreglan í norskum fjölmiðlum í dag það vera athyglisvert að Anders hafi ekki svipt sig lífi líkt og flestir þeir sem fremja slíkar árásir gera. Sú staðreynd að hann sé á lífi muni þó væntanlega geta varpað ljósi á málið og hvort hann hafi verið einn að verki. Norðmenn eru æfir af reiði út í Anders og krefjast hefndar. Fjölmargar Feisbúkk síður hafa litið dagsins ljós þar sem þess er krafist að Anders verði hengdur, brenndur eða látinn dúsa í lífstíðarfangelsi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira