Hannes: Hef aldrei verið eins glaður eftir tapleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2011 19:48 Hannes Þór Halldórsson. Mynd/Stefán Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, var í viðtali í KR-útvarpinu eftir leikinn á móti Zilina í kvöld. Hann og félagar hans héldu út og komust áfram í 3. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-2 tap þar sem fyrri leikurinn vannst 3-0 á KR-vellinum fyrir viku síðan. „Ég er ekki vanur að sleppa inn tveimur mörkum en ég held að ég hafi aldrei verið eins glaður eftir tapleik. Þetta var æðislegt en ég held líka að ég hafi aldrei spilað leik sem var eins lengi að líða. Þetta var rosalegt," sagði Hannes í viðtali við Boga Ágústsson. „Annað markið þeirra var slysalegt hjá okkur og við hefðum viljað hanga á þessu eina marki og eiga þar með eitt til góða. Þeir settu allt í þetta í lokin og voru með alla sína leikmenn inn í teig síðustu tíu mínúturnar. Það var svakalega erfitt að halda þeim frá okkur," sagði Hannes. „Við börðumst eins og stríðsmenn og gerðum þetta frábærlega að fá ekki fleiri mörk á okkur. Við erum í skýjunum með þetta. Þeir reyndu allt sem þeir gátu en það dugði ekki til," sagði Hannes. „Við héldum þeim í skefjum og lönduðum þarna glæsilegum sigri í þessu einvígi. Við höfum aldrei sungið jafnlengi inn í klefa eftir leik og við erum í í skýjunum með þetta. Þetta er frábær árangur og það sást betur í þessum leik hversu góðir þeir eru. Þeir eru alveg fáránlega góðir," sagði Hannes. „Þetta er svakalegt afrek og ég vildi óska þess að það hefði verið einhverjir íslenskir áhorfendur úti með okkur til að upplifa þetta," sagði Hannes. Evrópudeild UEFA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, var í viðtali í KR-útvarpinu eftir leikinn á móti Zilina í kvöld. Hann og félagar hans héldu út og komust áfram í 3. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-2 tap þar sem fyrri leikurinn vannst 3-0 á KR-vellinum fyrir viku síðan. „Ég er ekki vanur að sleppa inn tveimur mörkum en ég held að ég hafi aldrei verið eins glaður eftir tapleik. Þetta var æðislegt en ég held líka að ég hafi aldrei spilað leik sem var eins lengi að líða. Þetta var rosalegt," sagði Hannes í viðtali við Boga Ágústsson. „Annað markið þeirra var slysalegt hjá okkur og við hefðum viljað hanga á þessu eina marki og eiga þar með eitt til góða. Þeir settu allt í þetta í lokin og voru með alla sína leikmenn inn í teig síðustu tíu mínúturnar. Það var svakalega erfitt að halda þeim frá okkur," sagði Hannes. „Við börðumst eins og stríðsmenn og gerðum þetta frábærlega að fá ekki fleiri mörk á okkur. Við erum í skýjunum með þetta. Þeir reyndu allt sem þeir gátu en það dugði ekki til," sagði Hannes. „Við héldum þeim í skefjum og lönduðum þarna glæsilegum sigri í þessu einvígi. Við höfum aldrei sungið jafnlengi inn í klefa eftir leik og við erum í í skýjunum með þetta. Þetta er frábær árangur og það sást betur í þessum leik hversu góðir þeir eru. Þeir eru alveg fáránlega góðir," sagði Hannes. „Þetta er svakalegt afrek og ég vildi óska þess að það hefði verið einhverjir íslenskir áhorfendur úti með okkur til að upplifa þetta," sagði Hannes.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira