Ólsarar ósáttir með þriggja leikja bann þjálfara síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2011 10:45 Mynd/vikingurol.bloggar.is Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi þriggja leikja bannið sem þjálfari félagsins, Ejub Purisevic, hlaut nýverið. Ejub Purisevic var dæmdur í þriggja leikja bann eftir leik Víkings Ólafsvíkur og Fjölnis þann 22. júlí. Ejub hlaut rautt spjald í leiknum en athugasemdir í skýrslu dómara leiksins urðu til þess að hefðbundið eins leiks bann var lengt í þrjá leiki. Víkingar eru ósáttir við að Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafi ekki rannsakað málið nægilega vel áður en hún tók ákvörðun sína.YfirlýsinginStjórn knd.Víkings Ó er mjög ósátt við að þjálfari félagsins, Ejub Purisevic, skuli hafa verið dæmdur í 3ja leikja bann á aganefndarfundi þann 27.júlí 2011 útfrá skýrslu dómara eftir leik Víkings Ó og Fjölnis þann 22. júlí sl. og það bann staðfest af áfrýjunardómstól KSÍ þann 3. ágúst 2011. Ekki var t.t.t. neinna athugasemda sem knd. Víkings Ó gerði við skýrslu dómara en deildin telur að málsatvik hafi með öðrum hætti en þar kemur fram.Viðbótarrökstuðningur var sendur til áfrýjunardómstóls KSÍ en dómstóllinn vék ekki frá þeirri meginreglu sinni að leyfa ný gögn þó dómstólnum hefði verið það heimilt. Við það er í sjálfu sér ekkert að athuga.Í þessum nýju gögnum voru yfirlýsingar frá öryggisstjóra vallarins , gæslumanns á vellinum og starfsmanns á varamannabekk félagsins. Þessi gögn voru í ósamræmi við lýsingar dómara á umræddum atvikum og harmar Víkingur að málið skuli ekki hafa verið rannsakað af aganefnd áður en hún tók ákvörðun sína og hún hafði ástæðu til að gera í ljósi fram kominna athugasemda. Vinnubrögð sem þessi eru algerlega í ósamræmi við allar meginreglur um að mál skulu rannsaka áður en ákvörðun er tekin og felur í sér að dómarar geta upp á sitt einsdæmi, vilji þeir það, látið dæma heilt knattspyrnulið í leikbann án þess að fyrir því séu nokkur rök.Virðingarfyllst,Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ó. Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi þriggja leikja bannið sem þjálfari félagsins, Ejub Purisevic, hlaut nýverið. Ejub Purisevic var dæmdur í þriggja leikja bann eftir leik Víkings Ólafsvíkur og Fjölnis þann 22. júlí. Ejub hlaut rautt spjald í leiknum en athugasemdir í skýrslu dómara leiksins urðu til þess að hefðbundið eins leiks bann var lengt í þrjá leiki. Víkingar eru ósáttir við að Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafi ekki rannsakað málið nægilega vel áður en hún tók ákvörðun sína.YfirlýsinginStjórn knd.Víkings Ó er mjög ósátt við að þjálfari félagsins, Ejub Purisevic, skuli hafa verið dæmdur í 3ja leikja bann á aganefndarfundi þann 27.júlí 2011 útfrá skýrslu dómara eftir leik Víkings Ó og Fjölnis þann 22. júlí sl. og það bann staðfest af áfrýjunardómstól KSÍ þann 3. ágúst 2011. Ekki var t.t.t. neinna athugasemda sem knd. Víkings Ó gerði við skýrslu dómara en deildin telur að málsatvik hafi með öðrum hætti en þar kemur fram.Viðbótarrökstuðningur var sendur til áfrýjunardómstóls KSÍ en dómstóllinn vék ekki frá þeirri meginreglu sinni að leyfa ný gögn þó dómstólnum hefði verið það heimilt. Við það er í sjálfu sér ekkert að athuga.Í þessum nýju gögnum voru yfirlýsingar frá öryggisstjóra vallarins , gæslumanns á vellinum og starfsmanns á varamannabekk félagsins. Þessi gögn voru í ósamræmi við lýsingar dómara á umræddum atvikum og harmar Víkingur að málið skuli ekki hafa verið rannsakað af aganefnd áður en hún tók ákvörðun sína og hún hafði ástæðu til að gera í ljósi fram kominna athugasemda. Vinnubrögð sem þessi eru algerlega í ósamræmi við allar meginreglur um að mál skulu rannsaka áður en ákvörðun er tekin og felur í sér að dómarar geta upp á sitt einsdæmi, vilji þeir það, látið dæma heilt knattspyrnulið í leikbann án þess að fyrir því séu nokkur rök.Virðingarfyllst,Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ó.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira