Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 4. ágúst 2011 18:15 Mynd/Stefán Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira