Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 4. ágúst 2011 18:15 Mynd/Stefán Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira