„Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn, en mér líður alveg yndislega samt sem áður," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld.
„Við vorum miklu sterkari aðilinn í kvöld og sköpuðum okkur heilann helling af færum, bara klaufar að klára ekki leikinn. Núna er næsta skref að spila í efstu deild og ná einhverjum stöðuleika þar, síðan er aldrei að vita hvað gerist".
Íslenski boltinn