Niðurlæging í Búdapest Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2011 16:48 Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur tók við starfi landsliðsþjálfara í lok árs 2007 en þangað til í kvöld hafði Ísland aldrei fengið á sig fjögur mörk í einum leik undir hans stjórn. Segir það margt um gæði íslenska liðsins í kvöld - þau voru nánast ekki til staðar. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Íslendingar náðu á köflum ágætis spili á fyrsta hálftímanum en jafn oft var það klaufalegt og tilviljunakennt. Ungverjar komust svo yfir á 32. mínútu og fór að halla verulega undan fæti eftir það. Íslensku leikmennirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og kostuðu sum þeirra mörk - önnur ekki. Ungverjar bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiksins og staðan því 2-0 að honum loknum. Ólafur hefur náð að koma einhverju skipulagi á leik íslenska liðsins í leikhlénu því liðið átti sæmilegan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En þegar Ungverjar skoruðu svo þriðja markið datt botninn endanlega úr leik íslenska liðsins. Heimamenn gengu á lagið og yfirburðir þeirra algerir síðasta hálftímann. Að sama skapi var vonleysi Íslendinga algert. Landsliðið hefur verið í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA undanfarin misseri og því miður bar þessi leikur sorglegan vitnisburð um stöðu þess. Ólafur hefur ekki náð miklum árangri með liðið en gat þó í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega undir hans stjórn. En það var ekki tilfellið í kvöld. Það var fátt sem benti til framfaraskrefa í leik íslenska liðsins í kvöld og ljóst að breytinga er þörf. Það eina sem má teljast jákvætt við leikinn er að í honum fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig og er óskandi að þeir geti dregið einhvern lærdóm af þeirri reynslu.Ungverjaland - Ísland 4-0 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi. Skot (á mark): 18–8 (10-1) Varin skot: Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Hornspyrnur: 8–5 Aukaspyrnur fengnar: 13–12 Rangstöður: 3–2 Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur tók við starfi landsliðsþjálfara í lok árs 2007 en þangað til í kvöld hafði Ísland aldrei fengið á sig fjögur mörk í einum leik undir hans stjórn. Segir það margt um gæði íslenska liðsins í kvöld - þau voru nánast ekki til staðar. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Íslendingar náðu á köflum ágætis spili á fyrsta hálftímanum en jafn oft var það klaufalegt og tilviljunakennt. Ungverjar komust svo yfir á 32. mínútu og fór að halla verulega undan fæti eftir það. Íslensku leikmennirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og kostuðu sum þeirra mörk - önnur ekki. Ungverjar bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiksins og staðan því 2-0 að honum loknum. Ólafur hefur náð að koma einhverju skipulagi á leik íslenska liðsins í leikhlénu því liðið átti sæmilegan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En þegar Ungverjar skoruðu svo þriðja markið datt botninn endanlega úr leik íslenska liðsins. Heimamenn gengu á lagið og yfirburðir þeirra algerir síðasta hálftímann. Að sama skapi var vonleysi Íslendinga algert. Landsliðið hefur verið í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA undanfarin misseri og því miður bar þessi leikur sorglegan vitnisburð um stöðu þess. Ólafur hefur ekki náð miklum árangri með liðið en gat þó í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega undir hans stjórn. En það var ekki tilfellið í kvöld. Það var fátt sem benti til framfaraskrefa í leik íslenska liðsins í kvöld og ljóst að breytinga er þörf. Það eina sem má teljast jákvætt við leikinn er að í honum fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig og er óskandi að þeir geti dregið einhvern lærdóm af þeirri reynslu.Ungverjaland - Ísland 4-0 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi. Skot (á mark): 18–8 (10-1) Varin skot: Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Hornspyrnur: 8–5 Aukaspyrnur fengnar: 13–12 Rangstöður: 3–2
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira