Sport

Pistorius komst í undanúrsiltin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Oscar Pistorius á brautinni í morgun.
Oscar Pistorius á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius komst í morgun í undanúrslit í 400 m hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu.

Pistorius náði fjórtánda besta tímanum í morgun en hann hljóp á 45,39 sekúndum og varð þriðji í sínum riðli.

Hann er nú að taka þátt í stórmóti í frjálsíþróttum í fyrsta sinn á ferlinum en Pistorius er 29 ára gamall. Hann hefur vakið mikla athygli þar sem hann er fatlaður en báðir fótleggir hafa verið fjarlægðir af honum fyrir neðan hné.

Pistorius hefur lengi átt í samstarfi við íslenska stoðtækjaframleiðandann Össur og keppir með búnað frá fyrirtækinu.

„Ég hef lagt gríðarlega mikið á mig til að komast hingað,“ sagði hann eftir hlaupið. „Það var frábært að fá að hlaupa en það er enn mikil vinna fram undan.“

Pistorius hefur verið í sviðsljósi fjölmiðlanna síðustu daga og aðeins Usain Bolt hefur fengið meiri athygli en hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×