Sport

Murray og Sharapova unnu - Djokovic gaf úrslitaleikinn vegna meiðsla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andy Murray með verðlaun sín í Cincinnati.
Andy Murray með verðlaun sín í Cincinnati. Nordic Photos/AFP
Skotinn Andy Murray hrósaði sigri í karlaflokki á Cincinnati-mótinu í tennis um helgina. Hin rússneska Maria Sharapova sigraði í kvennaflokki.

Murray hafði sigur gegn Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik. Skotinn var 6-4, 3-0 yfir þegar Serbinn gaf leikinn vegna meiðsla á öxl.

Djokovic hefur verið óstöðvandi í sumar og sigraði á opna kanadíska-mótinu fyrir skemmstu. Opna bandaríska meistaramótið hefst í næstu viku en Djokovic þykir afar sigurstranglegur.

„Ég hefði getað hangið inni í leiknum í tvær lotur í viðbót en til hvers?,“ sagði Djokovic sem vonast til þess að vera búinn að jafna sig í öxlinni í næstu viku.

Maria Sarapova, sem er í fjórða sæti heimslistans, sigraði hina tékknesku Jelenu Jankovic í þremur settum 4-6, 7-6 og 6-3 í úrslitaleiknum í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×