Sport

Steve Mullings gæti fengið ævilangt bann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steve Mullings hleypur hér fyrir sveit Jamaíku.
Steve Mullings hleypur hér fyrir sveit Jamaíku. Mynd: Getty Images
Spretthlauparinn frá Jamaíku, Steve Mullings, á yfir höfði sér ævilangt bann frá frjálsum íþróttum eftir að ólögleg lyf fundust í blóði hans eftir lyfjapróf.

Þessi 28 ára hlaupari hefur náð þriðja besta tíma ársins í 100 metra spretthlaupi á tímanum 9,80 sekúndum, en hann fékk tveggja ára bann árið 2004 fyrir svipað brot.

„Hvað get ég gert? ég mun berjast gegn þessari niðurstöðu þar sem ég hef ekki tekið inn nein ólögleg lyf,“ sagði Mullings á blaðamannafundi.

„Ég er nú þegar búinn að fara í gegnum öll þau vítamín sem ég tek og þar er ekkert sem telst vera ólöglegt“.

Mullings fór í lyfjapróf í júní síðastliðnum og hefur núna verið rekinn úr liði Jamaíku fyrir Heimsmeistaramótið.

„Allir í kringum mig vita að ég tek ekki ólögleg lyf, en þetta lítur illa út vegna atburðanna árið 2004“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×