Button fagnað í Manschester í dag og býst við áframhaldandi veru hjá McLaren 30. ágúst 2011 16:57 Jenson Button var vel fagnað í Manchester í dag, en hann ók á götum borgarinnar á McLaren Formúlu 1 bíl. Mynd: McLaren F1 Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu. Í frétt á autosport.com er gefið í skyn að McLaren leiti jafnvel eftir langtímasamningi við Button, sem er 31 árs gamall og varð í þriðja sæti í mótinu á Spa á sunnudaginn. Button keyrði á götum Manchester í Englandi í dag á Formúlu 1 bíl sínum í kynningarskini fyrir McLaren og samstarfsaðila liðsins. „Ef Martin Whitmarsh vill nýta ákvæðið og segir já, þá sé ég já. Því ég vill vera hjá liðinu á næsta ári. Það er undir liðinu komið. Ég hef aldrei verið jafn sæll um borð í bílnum og við erum réttri leið", sagði Button í dag. Hann kvað óljóst hve lengi hann yrði í Formúlu 1 og benti á að trúlega hefðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello ekki búist við því fyrir 10 árum að vera keppa í Formúlu 1 í ár. Button minntist líka á erfiðleikanna varðandi sífelld ferðalög vegna móta og sagði: „Það er erfitt. Ég var að ræða þetta við kærustu mína og það er erfitt að finna stað sem hægt er að kalla heimili. Við erum alltaf á ferðalagi. Það er það erfiðasta við starfið. Maður er aldrei lengi á sama stað", sagði Button. Hann kvað þægilegt að fara til Japan, þaðan sem kærasta hans er og þau leigja íbúð á meðan þau dvelja þar í kringum Formúlu 1 mótið. „Við ferðumst til margra frábærra landa og sjáum ólíka menningu. Við erum heppinn, en það eru jákvæðir og neikvæðir punktar við allt", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu. Í frétt á autosport.com er gefið í skyn að McLaren leiti jafnvel eftir langtímasamningi við Button, sem er 31 árs gamall og varð í þriðja sæti í mótinu á Spa á sunnudaginn. Button keyrði á götum Manchester í Englandi í dag á Formúlu 1 bíl sínum í kynningarskini fyrir McLaren og samstarfsaðila liðsins. „Ef Martin Whitmarsh vill nýta ákvæðið og segir já, þá sé ég já. Því ég vill vera hjá liðinu á næsta ári. Það er undir liðinu komið. Ég hef aldrei verið jafn sæll um borð í bílnum og við erum réttri leið", sagði Button í dag. Hann kvað óljóst hve lengi hann yrði í Formúlu 1 og benti á að trúlega hefðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello ekki búist við því fyrir 10 árum að vera keppa í Formúlu 1 í ár. Button minntist líka á erfiðleikanna varðandi sífelld ferðalög vegna móta og sagði: „Það er erfitt. Ég var að ræða þetta við kærustu mína og það er erfitt að finna stað sem hægt er að kalla heimili. Við erum alltaf á ferðalagi. Það er það erfiðasta við starfið. Maður er aldrei lengi á sama stað", sagði Button. Hann kvað þægilegt að fara til Japan, þaðan sem kærasta hans er og þau leigja íbúð á meðan þau dvelja þar í kringum Formúlu 1 mótið. „Við ferðumst til margra frábærra landa og sjáum ólíka menningu. Við erum heppinn, en það eru jákvæðir og neikvæðir punktar við allt", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira