Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2011 15:15 Sandra Sigurðardóttir. Mynd/Hag Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira