Guðni Bergs: Það á að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna út í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 16:00 Guðni Bergsson og Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira