Vivian Jepkemoi Cheruiyot frá Keníu kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna á HM í frjálsum í Suður-Kóreu. Cheruiyot tókst þar með að verja titil sinn frá því í Berlín fyrir tveimur árum.
Cheruiyot, sem sigraði í 10.000 metra hlaupi um síðustu helgi, kom í mark á tímanum 14:55.36 mínútur. Hún varð tæpri sekúndu á undan löndu sinni Sylviu Jebiwott Kibet sem hljóp á 14:56.21 mínútum.
Í þriðja sæti varð Meseret Defar frá Eþíópíu á 14:56.94 mínútum. Sex efstu sætin í keppninni voru skipuð keppendum frá Afríku.
