Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2011 20:15 Strákarnir fagna hér Birni Bergmann Sigurðarsyni eftir fyrra markið hans. Mynd/Vilhem Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var alveg geðveikt að byrja fyrsta leikinn svona og að ná að skora tvö mörk þótt að aðalatriðið hafi verið að vinna leikinn," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, ánægður í leikslok. „Við duttum svolítið djúpt í seinni hálfleik sem við áttum ekki að gera en það virkaði á endanum reyndar. Það var þvílíkur léttir þegar markið kom," sagði Björn Bergmann sem hafði fengið mjög gott færi nokkru áður. „Ég ætlaði þá að setja hann undir markvörðinn en hann bara settist á hann," sagði Björn Bergmann sem bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið úr öðru svipuðu færi. „Við ætluðum að gefa allt í þetta, halda boltanum og spila honum. Ef að það væri eitthvað vesen þá áttu menn að dúndra honum upp völlinn og við áttum síðan að reyna að vinna boltana frammi," sagði Björn Bergmann. „Við sem vorum frammi gerðum okkar besta í því að ógna með hlaupum allan tímann," sagði Björn Bergmann og það var einmitt eitt slíkt sem skilaði sigurmarkinu í lokin. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönnum í liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strákar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara að fara alla leið," sagði Björn Bergmann og hann var ánægður með mörkin sín. „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt," sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur," sagði Björn Bergmann léttur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var alveg geðveikt að byrja fyrsta leikinn svona og að ná að skora tvö mörk þótt að aðalatriðið hafi verið að vinna leikinn," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, ánægður í leikslok. „Við duttum svolítið djúpt í seinni hálfleik sem við áttum ekki að gera en það virkaði á endanum reyndar. Það var þvílíkur léttir þegar markið kom," sagði Björn Bergmann sem hafði fengið mjög gott færi nokkru áður. „Ég ætlaði þá að setja hann undir markvörðinn en hann bara settist á hann," sagði Björn Bergmann sem bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið úr öðru svipuðu færi. „Við ætluðum að gefa allt í þetta, halda boltanum og spila honum. Ef að það væri eitthvað vesen þá áttu menn að dúndra honum upp völlinn og við áttum síðan að reyna að vinna boltana frammi," sagði Björn Bergmann. „Við sem vorum frammi gerðum okkar besta í því að ógna með hlaupum allan tímann," sagði Björn Bergmann og það var einmitt eitt slíkt sem skilaði sigurmarkinu í lokin. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönnum í liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strákar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara að fara alla leið," sagði Björn Bergmann og hann var ánægður með mörkin sín. „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt," sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur," sagði Björn Bergmann léttur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira