Ólympíuleikarnir í London sem fram fara á næsta ári verða þeir fyrstu sem hægt verður að fylgjast með í þrívídd.
Raftækjasamsteypan Panasonic tilkynnti í gær að fyrirtækið væri komið í samstarf við alþjóðlegu ólympíunefndina og nefnd sem sér um sjónvarpsútsendingu frá leikunum. Markmiðið er að bjóða upp á háskerpu þrívíddarútsendingu í sjónvarpi.
Panasonic mun í framhaldinu af því semja við allar helstu sjónvarpstöðvar í heiminum um dreifingu á efninu og framkvæmd þess. Opnunarhátíðin verður til að mynda send út í þrívídd sem og lokahátíð leikanna.
